Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Þann 14. nóvember n.k. er hinn alþjóðlegi sykursýkisvarnardagur. Talsverður undirbúningur hefur verið í gangi hjá klúbbum á svæði 109-A þar sem ég er sykursýkisfulltrúi. Umræðan snýst um að bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar og ég hef verið í sambandi við svæðisstjóra svæðanna, mætt á fund hjá sumum svæðum en hef sent öllum svæðisstjórum erindi og hvatt þá til að sinna þessum málum vel. Mælingar fara fram á bilinu 14.-17. nóvember misjafnt eftir klúbbum.
Það að bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar hvetur fólk til að láta mæla blóðsykurinn og í hvert skipti sem þessar mælingar fara fram koma í ljós aðilar sem eru með dulda sykursýki og þeim er umsvifalaust bent á að fara til læknis og láta kíkja nánar á sig.
Sykursýki er hættulegur sjúkdómur og þar talar undirritaður af reynslu. Ég hvet lionsmenn til aðstanda vel að þessum mælingum og láta fólk sjá hverjir standa að þessu með því að hafa borðfána klúbbanna á borðum. Mér er kunnugt um að svæðisstjóri á svæði 7 er búin að láta útbúa auglýsingu til að hafa á borðum þeim sem lionsmenn sitja við á þeim stöðum sem mæling fer fram.
Ég óska lionsmönnum góðs gengis og hlakka til að heyra um niðurstöður mælinganna.
Með lionskveðju,
Gunnar Vilbergsson