Þrír Lionsklúbbar úr Dalvíkurbyggð gefa hjartastuðtæki

Þann 12. janúar 2012, afhentu þrír Lionsklúbbar úr Dalvíkurbyggð, Lkl. Dalvíkur, Lkl. Hrærekur og Lkl. Sunna, Heilsugæslustöðinni á Dalvík nýtt hjartastuðtæki og verður það staðsett í læknabíl stöðvarinnar. Tækið sem áður var í notkun var orðið gamalt og var því nauðsyn að endurnýja það.

afhending_hjartastt_1
Á meðfylgjandi mynd er Guðmundur Pálsson læknir, Lilja Vilhjálmsdóttir hjúkrunarforstjóri og stjórnir Lionsklúbbs Dalvíkur og Sunnu. Á myndina vantar fulltrúa Lkl. Hræreks.