Til hamingju íslenskir Lions-ljósmyndarar

Lkl. Búðardals og Björn A. Einarsson

Icelandic_Sheep_700
Smölun í Dölum   Ljósmyndari: Björn A. Einarsson, Lkl. Búðardals

Íslenska myndin komstfjórða árið í röð í Lions-almanakið,en Alþjóðasamband Lions gefur almanakiðút til styrktar LCIF – Alþjóðahjálparsjóði Lions.Í Lions-almanakinu eru birtar bestu myndirnar í alþjóðlegu ljósmyndakeppni Lions “Myndir úr náttúrunni”. Dómnefnd velur myndirnar í almanakið hverju sinni og fer almanakið í sölu á alþjóðaþingi Lions í júní-júlí. Á þinginu gefst þinggestum kostur á að kjósa bestu myndirnar í hverjum flokki. Allar vinningsmyndirnareru frá Bandaríkjunum að þessu sinni.

Ljósmyndin sem við sendum út í alþjóðlegu samkeppnina, var sigurvegarií íslensku keppninni 2011-2012.  Það var framlag Lkl. Búðardals „Smölun í Dölum“, en ljósmyndari er Björn A. Einarsson.Við óskum Birni og Búðdælingum hjartanlega til hamingjumeð árangurinn og þökkum þeim kærlega fyrir framlagið til LCIF.

Myndin prýðir marsmánuð í almanakinu 2013, en það mun verða til sölu á Lionsskrifstofunni  frá og með september 2012.