Umdæmi 109B_TK

Tryggvi_KrPistill umdæmisstjóra 109B á Lionsvefinn.

Tryggvi Kristjánsson umdæmisstjóri

Kæru Lionsvinir

Þá er Umdæmis og Fjölumdæmisþinginu okkar lokið, og við er tekið sumarfrí hjá klúbbum. Þinghald gekk vel og var svo sannarlega klúbbunum á Akureyri, og hreyfingunni til mikils sóma. En allt tókst vel og alveg klárt að þingið á Akureyri verður lengi í minnum haft sem gott þing. Sérstaklega var gaman að fylgjast með erlendu gestunum, en þeir voru undrandi á hvað okkar þing er viðamikið. Því þeir eru ekki með skóla embættismanna á sínum þingum, og veit ég að minni reynslu að á okkar þingi, er mun meira um að vera. Því helgina eftir fórum við hjónin á þingið í Noregi í Leon, og flugum út á miðvikudag og heim á sunnudag, og var það hin mesta skemmtun. Alveg óhætt að segja að frændur vorir Norðmenn hafi tekið vel á móti okkur, og stjanað við mann alla dagana. En þingið var haldið á Hótel Aleksandrs sem er eins og Norðmenn segja, flottasta Hótelið í Noregi. Og vorum við alveg sammála því, þar sem ýmislegt er þar við að vera. En dagskráin á þinginu er ekki eins ströng eins og hjá okkur en meira um lausan tíma til að hitta aðra Lionsfélaga. Og eignuðumst við marga nýja vini sem er mjög gott.

Palmi_Thorkell_Tryggvi
Ungmennaskiptastjóri Pálmi Hannesson, Vara
umdæmisstjóri 109B Þorkell Cýrusson og
umdæmisstjóri Tryggvi Kristjánsson. 

Að lokum Langar mig að þakka ykkur kæru Lionsfélagar að hafa kosið mig í embætti vara Fjölumdæmisstjóra, á Fjölumdæmisþinginu á Akureyri.     Ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að vinna áfram að málefnum Lions, með og fyrir ykkur. Og mun eins og alltaf gera mitt besta, og verið alveg óhrædd við að koma með ábendingar til okkar sem stýrum hreyfingunni, við erum jú mannleg. En ég segi, samvinna er mikilvæg og samningaleiðin er farsælust, en þaðan ganga allir sáttir frá borði.
Eigið yndislegt sumar kæru vinir, hittumst hress og kát í haust.

Bestu kveðjur og takk fyrir mig.

Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109B

Kæru Lionsvinir

Þá hyllir undir lok þessa starfsárs og er ég búin með flest öll embættisverk sem Umdæmisstjóra er falið. Allar heimsóknir afstaðnar en þeim lauk 20 mars en þá var ég hjá Lkl. Skagafjarðar en á þeim fundi voru einnig Lkl. Höfði og Lkl. Björk. Að koma í klúbba sem maður hefur ekki heimsótt áður er gaman, sjá hvernig hver klúbbur er með mismunandi hefðir á fundum og vekefnin mörg og ólík. En öll vinnum við að sama markmiði,að leggja öðrum lið. Framundan er þingið okkar á Akureyri þar sem Þorkell Cýrusson Lkl. Búðardals tekur við af mér, þó ekki formlega fyrr en 1. júlí. En ég hvet alla sem geta að mæta á þingið, það er skemmtilegt að hitta allt þetta Lionsfólk sem þar verður. Svo seinna í mai förum við hjónin á Fjölumdæmisþing í Noregi og verður það örugglega gaman, en við höfum kynnst þó nokkuð af vinum okkar Norðmönnum í gegnum NSR

 

Umdaemistjorar_Madden

 Guðmundur H. Gunnarsson umdæmisstjóri 109 A, Wayne A Madden
 alþjóðaforseti Lions og Tryggvi Kristjánsson umdæmisstóri 109 B
.

Alþjóðarorseti Lions Wayne A Madden og kona hans Linda heimsóttu Ísland um páskana, komu á Skírdag og voru nær allir dagar þétt setnir fyrir þau af heimsóknum og skoðunarferðum. Ég tók þátt í 2 fyrstu dögunum og var borðað saman, einnig farið og skoðaðar náttúruperlur okkar. Það sem var hvað athyglisverðast að mínu mati var heimsókn í Krikaskóla í Mosfellsbæ, en aðal verkefni alþjóðaforseta er átak gegn ólæsi, og má með sanni segja að Krikaskóli er með í að menntun er mikilvæg. Hafdís formaður Lkl. Úa flutti okkur erindi um stefnu skólans og uppbyggingu hans á ensku, og svo var öllum viðstöddum boðið uppá kaffi og bakkelsi á eftir. Og ekki var annað að sjá á Alþjóðaforsetahjónunum en að þau væru hæst ánægð með þessa heimsókn. Og vil ég sem Umdæmisstjóri 109b þakka Lkl. Úa fyrir fræbærar móttökur. Wane og Linda dvöldu á Íslandi í 5 daga og hefur Alþjóðaforseti ekki stoppað svo lengi áður á landinu okkar, en þau fóru á þriðjudag eftir þáska til Skandinavíu, en til gamans má geta að þau eru á 2 mánaða ferðalagi.

Að endingu, takk allir Lionsfélagar fyrir að hafa tekið á móti mér í kúbbaheimsóknum og gert ár mitt sem Umdæmisstjóra ógleymanlegt. Ég kynntist mikið af fólki, hitti marga og það sem stendur uppúr er hve mikið hefur verið lagt inná reynslubankann minn.

Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109B

 

Sælir góðir Lionsfélagar.
Nú þegar mars er að byrja og heimsóknir mínar í klúbba í fullum gangi er sem betur fer vor í lofti.
Allt annað en fyrir áramót er mér gékk illa að komast í heimsóknir, sökum vetrarófærðar. En ég á eftir að fara í fimm klúbba og eina deild, á Reykhólum, svo síðasti heimsóknarfundur er áætlaður 20 mars.
Umdæmis og Fjölumdæmisþingin okkar verða haldin á Akureyri 10 og 11 mai, í Menningarhúsinu Hofi. Og verður allt hið glæsilegasta enda vanir menn við skipulagningu, og er óhætt að segja að það sé komin góð reynsla á þinghaldi á Íslandi. En þingin hér eru ávallt hin glæsilegustu, samanber NSR þingið sem við héldum 2012 á Hótel Sögu.
Á fjölumdæmisþinginu á Akureyri verður Benjmín Jósepsson vara fjölumdæmisstjóri settur í embætti
fjölumdæmisstjóra, og hef ég tekið ákvörðun um að bjóða mig fram í embætti vara fjölumdæmisstjóra 109. og óska eftir ykkar stuðningi við að halda áfram, því góða starfi sem ég hef unnið fyrir Lions.
Ég hvet ykkur kæru félagar að koma á þingið á Akureyri, það er skemmtilegt á slíkum samkomum. Fróðlegir skólar fyrir viðtakandi stjórnir og kynningarkvöld á föstudeginum, umdæmis og fjölumdæmisþing, og svo lokahóf á laugardeginum, bara gaman.  

Ua
  Tryggvi Kristjánsson umdæmisstjóri 109b og 
  Hafdís Rut Rúdólfsóttir formaður Úa

Fjölumdæmisstjórn sendi út til klúbba, að við söfnuðum fyrir Grensárdeild vegna 40 ára afmælis, og var óskað eftir frjálsum framlögum klúbba inn á reikning LCI Íslenska hjálparsjóðnum merkt Grensás. En mín tilfinning fyrir söfnunni er góð, og er ég viss um að við getum afhent myndarlega upphæð, eftir 10 mai. En það er sú dagsetning sem áætlað er að reikningnum verði lokað, og Grensársdeild færð peningagjöf til tækjakaupa.
Lions er með mörg verkefni í gangi í vetur, eins og svo oft áður.
Friðarveggspjalda og ritgerðasamkeppnirnar, unglingaskipti, varnir gegn sykursýki, oktober mánuður sjónverndar og lestrarátak-barátta gegn ólæsi alþjóðlegt Lionsverkefni. Lions Quest og Medical Alert, þetta eru einungis hluti af þeim verkefnum sem Lions er að vinna að og listin ekki tæmandi.
Hugsið ykkur allan þann fjölda fólks sem nýtur góðs af verkum okkar í Lions, fyrir það megum við vera stolt af.

Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109b 

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Nú þá er hafið nýtt ár og veit ég að það mun verða skemmtilegt fyrir okkur í Lions.

Þar sem jólamánuðurinn er yfirstaðin fer nú allt að komast á rétt ról, klúbbar halda áfram því góða starfi sem þeir hafa verið að vinna að, og ætla ég að halda heimsóknum áfram nú um miðjan mánuðinn. En ég gerði hlé á þeim í desember fyrir utan einn fund sem ég fór á 4 des. en þá fór ég til þeirra í Vála, og var sá fundur góður og  ekki síður fræðandi fyrir mig. En þeir vinna ötullega að merkingum á Medical Alert merkin, sem er eitt að mínum áhersluatriðum á mínu ári sem umdæmisstjóri. Ásamt mörgum öðrum sem ég kem inná á fundum með ykkur kæru félagar.

Já tíminn flýgur áfram og verður komið vor áður en maður veit af, en þá verður þingið okkar haldið á Akureyri og það verður með þeim glæsilegri veit ég. Enda vanir menn við skipulagningu og ættum við sem flest að taka þá helgi frá, og mæta á fjölumdæmisþing á Akureyri. Svo styttist í Leiðtogaskólann í Munaðarnesi en þar er góður og fræðandi skóli fyrir alla í Lions en hann verður haldin í febrúar og mars, tvær helgar og góð regla fyrir klúbba að senda viðtakandi stjórnir í hann. Og má geta þess að kostnaði er haldið í lágmarki til að gera sem flestum kleift að sækja hann.

Nú ég læt þessu lokið að sinni, og hlakka til að halda heimsóknum í klúbba áfram, og hitta Lionsfólk í umdæminu.

Bestu kveðjur,
Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109b.

Önnur grein

Þá styttist í að mitt ár sem umdæmisstjóri í 109b sé að verða hálfnað, og er óhætt að segja að það hafi verið skemmtilegt. Ég er búinn að vera þó nokkuð á ferðinni, en ég ákvað að byrja á þeim klúbbum sem eru lengst frá Norðurlandi þar sem ég bý, og vinna mig svo nær heimahögum. Starfið í þeim klúbbum sem ég hef heimsótt er gott,verkefni næg og fjáraflanir góðar. Og vil ég að við hugsum um að hafa fundina skemmtilega og líflega svo að félögum leiðist ekki, því brottfall hefur verið of mikið undanfarinn ár. En með markvissu starfi, eins og ég hef reyndar kynnst á þeim fundum sem ég hef setið, þarf ekki að hafa áhyggjur,en ef við öll hugsum jákvætt og eflum innrastarfið í klúbbunum þá gengur allt miklu betur.

1 desember n.k. mun ég verða búin að heimsækja 17 klúbba, ef veður og færð leyfa. Kynnst mörgum Lionsfélögum sem er eitt af því ánægjulega við embættið.

En það hefur aðeins tafið mig ófærðin undanfarið er ég komst ekki til að klára Snæfellsnesið, en þar á ég eftir 2 klúbba. Það er líka svolítið flókið að skipuleggja ferðirnar þar sem ég vinn í Noregi en það hefur gengið vel hingað til og verður svo vonandi áfram.

Í mínum áhersluatriðum eru þau verkefni sem við erum að vinna að einmitt núna, t.d. Friðrveggspjaldasamkeppnin, Lions Quest, Medical Alert og sykursýkisátakið, og var góð þáttaka um allt land er þó nokkrir klúbbar buðu uppá mælingu í tengslum við alþjóðasykursýkisdag Lions 14 Nóvember. Svo vil ég líka minna á Leiðtogaskólann í Munaðarnesi sem verðu haldin í Ferbrúar og Mars, tvær helgar, en þar er á ferðinni fræðandi skóli fyrir alla í lions og vil ég hvetja þá sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst.

Á þeim fundum sem ég hef verið á, eru umræður líflegar og greinilegt að Lionsfólk fylgist með því sem við í forustunni erum að gera, og er það gott. Skoðanaskipti fara fram og fundir góðir. Á nokkrum fundum hafa verið teknir inn nýir félagar, og á öðrum hafa gestir verið sem eru að kynna sér starfsemina, þannig að vonandi fjölgar í umdæminu á þessu starfsári, sem mun verða eftirminnilegt fyrir mig, og ekki síður skemmtilegt.

Sendi öllu Lionsfólki og fjölskyldum þeirra ósk um gleðilega aðventu. 

Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109B

Ágætu Lionsfélagar.

Þá er 1. júlí komin og þá hefst nýtt Lionsár, sem verður annasamara fyrir mig en verið hefur hingað til. Ég tók við sem umdæmisstjóri á alþjóðaþinginu í Busan í Suður Kóreu en það var haldið 22-26 júní sl. mjög skemmtilegur tími og ekki síður fræðandi fyrir okkur sem þar vorum.

Þar lét fyrrum alþjóðaforseti Wing-Kun Tam af embætti en hann var ótrúlega duglegur við að gróður setja tré á sínu starfsári. Hann setti sér markmið að planta 1 milljón trjáa en þegar hans ári lauk höfðu verið gróðursett 13 211 348 tré í hans nafni.

busan_h_1
Hjónin Tryggvi Kristjánsson Lkl. Dalvíkur og Hólmfríður Guðrún Skúladóttir Lkl. Sunnu á alþjóðaþingi.

Við embætti forseta tók Wayne A Madden frá USA en hans kjörorð er IN A WORLD OF SERVICE, og var undirritaður samningur um að hann vill að Lions beiti sér fyrir lestrarkunnáttu, þá sérstaklega barna í öllum heiminum. Og er óhætt að segja að mikill glamúr hafi verið er hann tók við embættinu, eins og Ameríkanar eru frægir fyrir.

Á þinginu voru 55 272 fulltrúar og allt gékk mjög vel og var hópurinn sem fór frá Íslandi sæll og glaður við heimkomu.

Ég vona að sumarið verði ykkur öllum ánægjulegt.

Tryggvi Kristjánsson
Umdæmisstjóri 109b.