Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Dagana 5.–7. apríl sl. stóðu Lionsfélagar á Íslandi fyrir sölu „Rauðu fjaðrarinnar“. Um áratugaskeið, eða allar götur síðan 1972 hefur Rauða fjöðrin verið seld af Lionshreyfingunni. Oftast á fjögurra ára fresti. Afrakstrinum hefur verið varið til góðra verkefna til bættrar heilbrigðisþjónustu í samfélaginu. Á landsþingi Lionshreyfingarinnar ári fyrir söfnun hverju sinni, er tekin ákvörðun um hvernig söfnunarfé skuli varið. Að þessu sinni var horft til þess að börn með sykursýki myndu njóta góðs af því sem söfnunin gæfi af sér. En barátta gegn sykursýki hefur verið eitt af stóru viðfangsefnum Lionshreyfingarinnar.
Markmiðið var að safna að þessu sinni, nægu fé til að kaupa tvær svokallaðar augnbotnamyndavélar. Þær verða staðsettar á Landsspítalanum. Þær mun koma að góðu gagni, mörgum þeim, ungum og öldnu, sem eru að kljást við afleiðingar hins skæða vágests, sykursýkinnar. Slíkar myndavélar kosta um 12,4 milljónir króna.
Lionsfólk á Suðurlandi mætti sérlega góðum viðtökum við sölu Rauðu fjaðrarinnar. Í heildina söfnuðust rétt tæplega 15 milljónir króna. Þær 2,5 milljónir sem eftir standa verða notaðar til kaupa á viðbótarbúnaði sem gagnast til að takast á við sykursýki.
Lionsklúbbar í Árnessýslu eru níu talsins með um 200 félaga. Auk þess eru klúbbar í Vestmannaeyjum, Hellu, Vík og Kirkjubæjarklaustri. Í þessum klúbbum er unnið mikið og öflugt starf sem miðar að því að láta gott af sér leiða og njóta samverustunda.
Fyrir hönd þessa hóps þakka ég fyrir sérlega góðar móttökur við sölu Rauðu fjaðrarinnar, sem og við önnur verkefni. Það er ævinlega ánægjulegt að upplifa velvild meðal almennings í garð okkar Lionsfólks.
Kristófer Tómasson svæðisstjóri Lionsfólks í Árnessýslu og Vestmannaeyjum.