Verkefni

Fjölmargir styrkir hafa verið veittir úr líknarsjóði Engeyjar. Þar má nefna styrki til MedicAlert, Orkester Norden, Vímulausrar æsku, Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og Grensásdeildar Landspítalans.

Fastur liður nokkur undanfarin ár hefur verið heimsókn í febrúarmánuði í hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Til liðs við okkur hafa verið fengnir tónlistarmenn og söngvarar til að skemmta heimilisfólki en að því loknu eru kaffiveitingar í boði Engeyjarkvenna. Þá má geta um söfnun í janúar 2010 á notuðum gleraugum sem er liður í sjónverndarverkefni Lions-hreyfingarinnar.

Klúbburinn fékk árið 1992 úthlutað svæði í Heiðmörk til skógræktar. Fyrstu árin var farið á vorin og gróðursettar trjáplöntur. Eftir að gróðursetningu lauk hefur almennt verið farið á hverju vori til að hlúa að, fylgjast með vexti trjánna og njóta staðarins. 

Auk verkefna á vegum klúbbsins hefur klúbburinn jafnframt tekið þátt í landsverkefnum Lionshreyfingarinnar svo sem Rauðu fjaðrar söfnuninni. Þá hafa verið framlög í Alþjóða hjálparsjóðinn (LCIF) og Sight first verkefnið.