Vetrarstarf Lkl. Suðra

Vetrarstarf Lionsklúbbsins Suðra hófst í september sl.. 

Í tilefni af Menningarhátíð Mýrdælinga "Regnboganum" , sem haldin var 5. til 7. okt sl. Var heilsugæslunni í Vík afhent augnskoðunartæki.

Sudri_2012_10_5896Myndin er tekin þegar i fyrverandi formaður  lkl. klúbbsins, Birgir Hinriksson, afhenti hjúkrunarfræðingi Heilsugæslunnar, Helgu Þobergsdóttur, skjöld með áletrun 15 aðila, sem söfnuðu fyrir og gáfu heilsugæslunni tækið.  

Augnskoðunartæki þetta kostaði um fimm milljónir króna og gaf lkl. Suðri 1/5 þeirrar upphæðar.

Þá fór klúbburinn og hópferðabílar Suðurlands í sína árlegu haustferð með eldriborgara í Mýrdal þann 15. okt.sl. . Farið var á hótel Geirland,  Drukkið þar kaffi með góðu meðlæt, spjallað og staðurinn skoðaður.  Síðan ekið heimleiðis um Meðalland með viðkomu í Langholtskirkju í Meðallandi.

Sudri_2012_10_0011
Myndin er tekin af hópnum við kirkjudyrnar.

 

Reynir Ragnarsson

ritari. Lkl. Suðra.