Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Á vef Alþjóða hjálparsjóðs Lions LCIF má sjá frétt þess efnis þess að Umdæmi 109 A á Íslandi, hafi fengið úthlutað 75.000 bandríkjadölum eða 9,4 m ískr til tækjakaupa á augnlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahús, vegna tækis sem var orðið úrelt. Augnlækningatæki þetta nýtist um eitt þúsund manns úr báðum umdæmunum á Íslandi.
Lionshreyfingin á Íslandi getur þakkað þennann myndarlega styrk, góðum tengslum okkar fólks við yfirstjórn Lions og þá sérstaklega Guðrúnar Bjartar Yngvadóttur. Eins og allir vita þá er hún í alþjóðastjórn Lions og fyrsta kona frá Evrópu sem gegnir því embætti.
Enn vantar nokkuð á að við höfum safnað tilsvarandi upphæða sem er mótframlag Lions á Íslandi og biðjum við Lionsmenn að beita sér þar sem þeir geta við fjáröflun hjá fyrirtækjum og stofnunum.