Viggó fékk æðsta heiðursmerki Lionsmanna

Níræður og eini eftirlifandi stofnfélagi Fjölnis

Viggó E. Maack skipaverkfræðingur er eini eftirlifandi stofnfélagi Lionsklúbbsins Fjölnis, sem var stofnaður 4. maí 1955. Í tilefni af níræðisafmæli Viggós ákváðu félagar klúbbsins að veita honum æðsta heiðursmerki Lions sem er Melvin Jones-merki með demanti. Áður hafði Viggó fengið Melvin Jones-skjöldinn sem Lionsklúbbar veita félögum fyrir afburðastarf fyrir klúbbinn og Lionshreyfinguna.
Fjlnir_Vigg
Lions Viggó E. Maack og Ásta Maack, kona hans, í neðri röð. Stjórn Fjölnis í efri röð, f.v. Þórhallur M. Einarsson, Jón H. Magnússon formaður og Ottó Schopka.

Með veitingu Melvin Jones-skjaldar leggur klúbburinn 1.000 dollara í alþjóðahjálparsjóð Lions, LCIF, Lions Clubs International Foundation. Æðsta viðurkenningin er svo Melvin Jones-merki með demanti þar sem klúbburinn leggur fram sömu upphæð í hjálparsjóð Lions.

LCIF hefur með fjárframlögum komið að hjálparstarfi á Ísland, svo sem í Vestmannaeyjagosinu 1973, snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri og ýmsum öðrum verkefnum. Sjá nánari upplýsingar á www.Lions.is

Fréttin kom í Morgunblaðinu laugardaginn 17. nóvember.