Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kæru Lionsfélagar.
Fyrir rétt tæpu ári mættu nokkrir félagar úr Lkl. Mosfellsbæjar til að planta trjám í trjálundi Alþjóðasamtaka Lions eða „Guðrúnarlundi“ eins og við köllum hann.
Nokkrir félagar úr klúbbnum hafa nýlega verið þar við að leggja göngustíg og byggja tröppur.
Lkl. Mosfellsbæjar fékk styrk frá The European Lions Environmental Grant 2020 í þetta verkefni.
Næstkomandi miðvikudag 23.júní kl. 17:00 stendur til að vígja Guðrúnarlund opinberlega og um leið að planta nokkrum trjám.
Öllum Lionsfélögum er boðið að vera með ásamt mökum og æskilegt að hafa með sér skóflu.
Myndataka, vídeó upptaka og hvað eina í gangi.
Einhverjar léttar veitingar í boði.
Kjörið tækifæri til að hittast svona rétt áður en starfsárinu lýkur.
Hvar er Guðrúnarlundur?
Ekið er eftir Kaldárselsvegi í Hafnarfirði framhjá hesthúsunum og áfram þar til komið er að skilti sem segir „malbik endar“. Þar er beygt til vinstri upp litla malarbrekku.
Við munum setja upp Lionsmerki við afleggjarann.
Það væri virkilega gaman að sjá sem flesta til að fagna þessum áfanga.
Munið að klæða ykkur eftir veðri.
Það væri þægilegt að vita hversu margir mæta
Vinsamlegast sendið póst á kristinnhannesson@simnet.is.
Fyrir hönd Lkl. Mosfellsbæjar.
Kristinn Hannesson, ritari