Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Að kvöldi Þorraþrælsins þann 17 febrúar síðastliðinn stóð Lionsklúbburinn Geysir fyrir Villimannakvöldi í Úthlíð í annað sinn. Þetta var karlasamkoma. Megintilgangur kvöldins var að gæða sér á hrossaketi og hrossabjúgum í miklu magni ásamt meðlæti og að sjálfsögðu að kæta andann, sýna sig og sjá aðra.
F.v. Hafsteinn Hannesson hjá Matvælastofnun, Kristófer A. Tómasson Lkl. Geysi og Umdæmisstjóri 109A og afmælisbarnið Hilmar Ragnarsson Lkl. Geysi og húsasmíðameistari. Á bakvið þá standa Birgir Ólafsson og sr. Birgir Thomsen. úr Lkl. Skjaldbreið.
Þarna komu saman hátt í 100 lionsmenn úr allmörgum klúbbum. Til dæmis birtust rúmlega 20 lionskarlar úr Grindavík og allnokkrir úr klúbbunum á Höfuðborgarsvæðinu og öðrum klúbbum í Árnessýslu. Nokkrum vinir og velunnarar lionsmanna voru á samkomunni.
Geysisfélagarnir f.v. Jóhannes Helgason og Bjarni Kristinssona siðameistari í eldhúsinu
Veislustjóri var Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður og fór hann á kostum. Meðal þeirra sem fluttu gamanmál voru Árni Johnsen alþiningismaður, Sveinn Sæland blómabóndi, fulltrúar Grindvíkinga og ekki síst aðalgestgjafinn Björn Sigurðsson bóndi í Úthlíð en honum var tíðrætt um að Biskupstungnamenn hefðu aldrei tapað orrustum.
F.v. Jón Pálmason netstjóri og formaður lkl Viðarrs og Guðmundur Ingólfsson lkl Geysi
Grindvíkingar sungu hraustlega og það gerðu reyndar allir veislugestir. Skálholtsorganisti lék undir. Hilmar Ragnarsson félagi í Lkl Geysi sá yngsti í hópi villimanna varð þrítugur þennan dag og voru honum veittir glaðningar að því tilefni. Í lok samokmunnar var bryddað uppá happdrætti undir stjórn Guðmundar Ingólfssonar.
Gengið að garðanum.
Fremstur til hægri afmælisbarnið Hilmar Ragnarsson. Fremstur til vinstri Jón Bjarnason organisti í Skálholti. Aftar við borðið grillir í garðyrkjubændurna Sveinn Sæland og Helga Jakobsson og fjær félaga í Lkl Þorlákshafnar. Við borðið til hægri má sjá Guðmund Rafnar ritstjóra í Lkl Laugardals
Það var mál manna að skemmtuninu hefði tekist hið allra besta og lauk henni um kl 1:00 eftir miðnætti. Ekki er vafamál að samkoman verður endurtekin á þorraþrælnum 2013.
Kristófer A Tómasson lkl Geysi.