Villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysis 2013

Hið árlega Villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysis var haldið í Aratungu föstudagskvöldið 22 febrúar síðastliðinn.

Geysir_2013_9
Veislugestir á Villimannablóti.

Á viðburð þennan mættu talsvert á annað hundrað lionsmenn af Suðvestur horni landsins ásamt vinum.

Geysir_2013_5                 Geysir_2013_7
Kristinn G. Kristjánsson flutti ávarp, einnig var happadrætti.

Til að mynda fylktu lionsmenn í Grindavík liði og fylltu rútu. Mjög góð þáttaka var einnig frá Lionsklúbbnum Ægi og lionsklúbbi Reykjavíkur.

Geysir_2013_10
Lionsmenn úr Grindavík létu ekki sitt eftir liggja í söngnum.

Eitt aðal einnkenni samkomunnar var sem fyrr að gesti gæddu sér á úrvals söltuðu hrossaketi og hrossabjúgum ásamt uppstúf. 

Geysir_2013_6
Kræsilegt hrossaketið bráðnaði í munni gestanna.

Drengjakór Íslenska lýðveldisins hélt uppi söngdagskrá og góðum söguflutningi. Kristján Ragnarsson traktorasali var veislustjóri. Það var mál manna að samkoman hefði verið hin besta skemmtun

Geysir_2013_3
Drengjakór Íslenska lýðveldisins.

Geysir-2013-1