Vorfundur Emblu

Vorfundur Lionsklúbbsins Emblu var haldinn síðasta vetrardag 24. apríl 2013

Við hittumst á Hótel Eldhestum í Ölfusi fengum þar þríréttaðan kvöldverð og gistum.

Héldum formlegan fund fyrir kvöldmatinn.  Formaður veitti viðurkenningar fyrir vel unnin störf og frumfluttur var nýr texti  "Vorsöngur" eftir Sigurbjörgu Hermundsdóttur.

VORSÖNGUR:

Við Emblurnar á lokafundi
leikum okkur saman.
Tölum hátt, syngjum dátt
og höfum mikið gaman
Sýnum það í verki að vinsælar við erum.
Að styðja skjólstæðingana.
Af heilum hug það gerum.

-----------------------------------------------------------

Allar saman erum við með
okkar mörgu bresti
Ánægðar í sjón og raun,
með okkar traust og hugarfesti.
Að tryggja okkar lið með Lions,
langar okkur öllum.
Tökum á því skálum fyrir
Okkar góðu köllum.

-------------------------------------------------------------

 EmblaBrudarkjolar
Margt var lagt á sig til þess að komast í kjólana en auðvitað litu allar stórkostlega út.

Þessi fundur  var svo í höndum á Útivistar - og skemmtinefnd.

Haldin var tískusýning á brúðarkjólum klúbbfélaga, leikþáttur, sungið við undirleik Baldurs og margt margt fleira gert sér til skemmtunar.