08.01.2021
Félagar í Lionsklúbbi Eskifjarðar komu saman og tóku niður leiðiskrossana sem þeir settu upp í desember. Þeir láta ekki sitt eftir liggja í orðsins fyllstu merkingu.
26.11.2020
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fékk 22 úttektarkort í Bónus og jóladagatöl fyrir börnin, Björgunarsveit Hafnarfjarðar 2 GPS tæki, Fjörður, íþróttafélag fatlaðra tæki til íþróttaiðkunar, MS Setrið fékk 4 hvíldarstóla, Alzheimersamtökin fjárstyrk og sjónvarp og kaffivél voru gefin til Sambýlisins í Steinahlíð 1. Við þökkum þeim sem hafa gert Lionsklúbbnum kleift að láta gott af sér leiða og óskum viðtakendum alls hins besta.