Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lions á Íslandi hefur verið falið að halda Alþjóðlega sjónverndardag Lions, 14. október 2014. Dagurinn er heimsviðburður innan Alþjóðasamtaka Lions þar sem sjónarhorninu er beint að sjónvernd og augnlækningum sérstaklega í því landi þar sem dagurinn er haldinn hverju sinni. Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions 2014 felur þannig í sér mikinn ávinning fyrir augnlækningar á Íslandi. Sjónvernd hefur verið aðalverkefni Lions síðan 1925.
Október er mánuður sjónverndar. Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions er hátíðlegur viðburður sem haldinn hefur verið árlega frá árinu 1998 í samvinnu milli Alþjóðasamtaka Lions (Lions Club International ) og Lionshreyfingar í einhverju einu tilteknu landi hverju sinni. Árið 2014 er dagurinn haldinn í samvinnu við Lionshreyfinguna á Íslandi. Markmiðið er að efla sjónvernd og kynna verkefni Lions. Auk þess, í tilefni dagsins, styrkir Alþjóðahjálparsjóður Lions (Lions Clubs International Foundation ) sjónverndarverkefni í viðkomandi landi. Augnlækningar á Íslandi munu því njóta góðs af þessum viðburði þetta árið. Alþjóðaforseti Lions kemur og tekur þátt í viðburðum dagsins, ásamt fleirum frá höfuðstöðvum Lions. Með í för verður kvikmyndatökulið sem myndar allt sem fram fer. Efnið verður notað til kynningar á sjónverndarverkefnum Lions og LCIF um heim allan. (Ath. Alþjóðlegi sjónverndardagur Lions er ekki endilega á sama degi og Alþjóðlegi sjónverndardagur IAPB en það eru regnhlífarsamtök sem leiða alþjóðlegt forvarnarstarf gegn augnsjúkdómum og blindu; þeirra dagur er 9. október 2014. Lions er aðili að IAPB. )
Glærur frá kynningu á Lionsþing á Sauðárkróki
Sjá meira um aðlþjóða hjálparsjóðinn LCIF >>>>>>