Heimsókn til Eðnu

Heimsókn til Eðnu
Heimsókn til Eðnu

Bragi Ragnarsson, varaumdæmisstjóri, heimsótti á dögunum Lionsklúbburinn Eðnu á Akranesi sem var stofnaður 19.janúar 1981. Fundurinn var ákaflega skemmtilegur og þar flutti  Steinunn Eva Þórðardóttir frá Hér núna ráðgjafarfyrirtæki áhugavert erindi.   

 

Til upplýsingar fyrir áhugasama er Eðna kvennmannsnafn og líklega eitt af keltneskum mannanöfnum fyrri tíðar.  Í dag ber a.m.k. ein kona þetta nafn. Nöfnin Kjartan, Kormákur og Njáll eru keltnesk og hafa lifað í íslenskum nafnaforða frá landnámsöld,  en meðal endurvakinna nafna eru Brjánn, Kalman, Trostan, Eðna, Kaðlín og Melkorka.  Eðna eða Edna heitir ein persóna Tóbíasarbókar. En merking þess er ókunn.