Lionsklúbburinn Geysir með veglegan fund um lestrarerfiðleika

Miðvikudagskvöldið 2. október héldu  lionsmenn í Lionsklúbbnum  Geysi veglegan fund um lestrarerfiðleika og úrræði og aðferðir því tengdar í Aratungu. Fyrirlesarar voru Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrum alþjóðastjórnarmaður lionshreyfingarinnar, Sigurlaug Jónsdóttir  sérkennari,  Elinborg Sigurðardóttir sérkennari og Hrund Harðardóttir skólastjóri. Fundurinn tókst virkilega vel og héldu frummælendur afar greinargóðar framsögur og spunnust góðar umræður  í framhaldinu. Þetta er málefni sem snertir marga þætti samfélagsins og því vert að gefa því gaum.
geysir_6232
Formaður Lkl. Geysis Örn Erlendsson setur fundinn

Geysir_6233
Frummælendur  frá vinstri Sigurlaug Jónsdóttir sérkennari, Elínborg Sigurðardóttir sérkennari og Hrund Harðardóttir skólastjóri Bláskógaskóla

geysir_6234
Frá vinstri Hallgrímur Magnússon læknir og félagi í LKL Geysi. Fundarritari. Gunnar Sverrisson bóndi og félagi í Lkl Geysi. Einn af Frummælendum. Loks Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrv. Alþjóðastjórnarmaður lions og félagi í Lkl Eik. Hún flutti einnig framsögu.

geysir_6241
Fundarmenn hlustuðu af athygli á fyrirlestrana.

geysir_6229
Jón Bjarni Þorsteinsson fv. alþjóðastjórnarmaður og Kristófer A. Tómasson fv. umdæmisstjóri