Lokafundur Lkl. Húsavíkur

27. maí 2011 var haldinn lokafundur Lionsklúbbs Húsavíkur. Það hefur verið venja undanfarin ár að halda fundinn annars staðar en í Lionshúsinu og þá gjarnan farið út fyrir bæinn. Að þessu sinni var farið stutt, eða í Heiðarbæ sem er félagsheimili 15 km sunnan við bæinn. Skemmtinefnd undir forystu  Sassa  sá um að undirbúa fundinn með stjórninni, sjá um skemmtiatrið, dúka og leggja á borð og græja salinn.

hus_kotilettuf
Félagar úr Kótelettufélaginu aðeins að taka stöðuna.

Þeir fengu Kótelettufélag Íslands til að sjá um matinn og mættu fjórir kótelettukarlar í slaginn, reyndar eru 3 Lionsfélagar „félagar“ í Kótelettufélagi Íslanda svo það var frekar auðvelt að koma því í kring. Það er skemmst frá því að segja að étnar voru kótelettur sem eldaðar voru að hætti Kótelettufélags Íslands og fórum við öll vel mett heim, glöð og ánægð með framtakið.

hus_maeting
Fullur salur, nærri 100% mæting

Birgir Þór formaður setti fund og  fór örfáum orðum um vetrarstarfið og sagði  frá Færeyjaferð og vinaklúbbasambandi við Lionsclub Suðuroyjar  sem staðfest var 7. maí  í Hofi á Suðuroy. Síðan færði formaður Sigríði Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi smá vinargjöf  fyrir  hjálpina við sykursýkisverkefni  sem við unnum að í vetur. Að þessu loknu sleit Birgir Þór formaður klúbbsins fundi og gaf  Sigurði Aðalgeirssyni veislustjóra orðið og þar með hófst gamanið með söng og gleði fram eftir kvöldi, Sigurður Hallmarsson bæjarlistamaður spilaði á harmonikku og sagðar sögur og brandarar.