Sameiginlegur fundur Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden

Þann 24 febrúar síðastliðinn var sameiginlegur fundur Lkl. Hveragerðis og Lkl. Eden haldinn í matsal Garðyrkjuskólans.
Hverag_3111_bb 
Formanni Lkl. Hveragerðis, Júlíusi Kolbeinsformaður setur fundinn.
Það kvöld voru teknir 4 nýjir félagar inn í Lionsklúbb Hveragerðis, þar af voru þrír sem komu úr öðrum Lionsklúbbum.
Hverag_3141_bb
F.v. Guðmundur Sveinbjörnsson sem var í Lkl. Hornafjarðar, Hilmar Þór Hafsteinsson sem er nýr félagi, Þór Hreinsson sem var í Lkl. Muninn Kópavogi og loks Úlfur Óskarsson sem var í Lkl. Selfoss.
 
Hverag_hengt_iVið þetta tækifæri var einnig hengt í Kristinn G. Kristjánsson enn ein orðan sem Alþjóða-skrifstofa Lions veitti honum fyrir langt og heilladrjúgt starf í þágu hreyfingarinnar. Það er formaður Lkl Hveragerðis Júlíus Kolbeins sem hengir hana í Kristinn.
Hverag_3152_bb
Lkl. Eden tók við þetta tækifæri inn einn nýjan félaga, Ásrúnu Jóhannsdóttur. Það er formaður kvennaklúbbsins Stella Hrönn Jóhannssdóttir sem á myndinni nælir í hana Lionsmerkið.
F.h. Lionsklúbbs Hveragerðis og Lionsklúbbsins Eden.
Kveðja.
 
Vilmundur Kristjánsson.