Stofnum netklúbb. Fyrsti kynningarfundur á Zoom næsta fimmtudag, 30.maí kl.20.00

Stofnum netklúbb. Fyrsti kynningarfundur á Zoom næsta fimmtudag, 30.maí kl.20.00

Dagskrá kynningarfundar

Lions á Íslandi ráðgerir að stofna netklúbb í lok júní mánaðar.

Haldin verður kynningarfundur fimmtudaginn 30. maí kl 20.00 á Zoom. Zoom linkur fylgir hér að neðan.

Dagskrá

  1. Stutt kynning á starfi í netklúbbs (5 mín)  Sjá meðfylgjandi hugmyndir.
  2. Stutt kynning á Lionshreyfingunni. (5mín)
  3. Síðan segði hver til nafns og hvar viðkomandi býr.

Umræður og spurningar jafnóðum.

Mjög stutt dagskrá og meira spjall. Samt tímarammi, hámark klukkutími.

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/88638275325?pwd=bZAj7BIvB1fvMk3KZa7miazomm8ezm.1

Meeting ID: 886 3827 5325
Passcode: 362305

Hugmyndir um uppbyggingu netklúbbs

Netklúbbur er, eins og nafnið gefur til kynna, klúbbur sem fundar á netinu, á Zoom, Teams, eða á öðrum álíka netmiðlum. 

Hópurinn ákveður sjálfur hvort netfundir eru einu sinni eða tvisvar í mánuði.

Gott er að skipta fundunum í nokkrar gerðir. Til dæmis:

  1. Fundir um félagamál, þar sem farið er yfir mál sem varða klúbbinn, fjármál og þess háttar.
  2. Skemmtifundir, þar sem eitthvað skemmtilegt er rætt, til dæmis ættu allir að segja frá sjálfum sér, hvaðan þeir koma og svo framvegis.  Þarna er líka hægt að vera með fyrirlesara.  Auðvelt ætti að vera að fá fyrirlesara af ýmsu tagi, bæði úr Lionshreyfingunni og utan hennar.
  3. Fundir þar sem félagarnir hittast.  Gott væri að funda minnst tvisvar á ári þar sem allir hittast.

Verkefnin geta verið af ýmsu tagi.  Gott samt að byrja hægt og prófa nokkrar gerðir og sjá hvað virkar og hentar fyrir hópinn.  Hér eru dæmi:

  1. Sala á einhverju á netinu.  Til dæmis er Lionsklúbburinn Ægir með netsölu á síld á Þorranum.  Þarna þarf bara hugarflug um hvað hægt er að gera.
  2. Verkefni sem hægt er að vinna hvar sem þið eruð stödd.  T.d. væri hægt að vera með blóðsykurmælingar á Siglufirði, Ísafirði og Keflavík á sama tíma og síðan myndu þið deila myndum á milli ykkar.  Eða eitthvað annað, eftir því hvað mannskapurinn velur. 
  3. Netklúbburinn, sem var til fyrir 10 árum, studdi við vistheimili nokkurt og var tækifærið notað til að fara á staðinn og laga eitthvað á heimilinu. Fagna síðan áfanganum saman og gera eitthvað til að kynnast.

Eftir Covid eru allir vanir að tala saman á netinu og það gengur yfirleitt ágætlega.  Oft er betra að allir séu á netinu, frekar en að sumir séu á netinu og aðrir í sal.

Mikilvægast er að þetta sé skemmtilegt og allir fari sáttir og brosandi af fundi.

Sjá ennfremur: https://www.lionsclubs.org/en/resources-for-members/resource-center/virtual-clubs