Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Sunnudaginn 22. apríl tóku fulltrúar Lionsklúbbana Ásbjörns, Hafnarfjarðar, Kaldár og Seylu á móti alþjóðaforseta Lions og öðrum erlendum gestum frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi Danmörku, Þýskalandi, Hollandi, Englandi, Írlandi, Slóveníu og Slóvakíu. Tilefnið var opnun á norskum og íslenskum Lionsskógi að Ásvöllum við Haukahúsið í Hafnarfirði. Norski skógurinn heitir Skiptvet og íslenska skóginum var gefið nafnið Kjaranslundur til heiðurs Magnúsi Kjaran.
Árni V. Friðriksson fjölumdæmisstjóri, Gerður Jónsdóttir Lkl. Ylfu, Janez Bohori? alþjóðastjórnarmaður frá Slóveníu, Guðrún Björt Yngvadóttir alþjóðastjórnarmaður, alþjóðaforsetinn Dr. Wing-Kun Tam, Hilde Straumsheim fjölumdæmisstjóri Noregs og maður hennar Kjell.
Alþjóðaforsetinn Dr. Wing-Kun Tam, sem hefur lagt mikla áherslu á skógrækt plantaði þarna tré í tilefni dagsins. Auk þess plantaði Hilde Straumsheim frá Noregi tré, ásamt fleiri gestum.
Tam gróðursetur tré, með dyggum stuðningi Magnúsar Gunnarssonar Lkl Ásbirni undir vökulu auga fjölda Lionsmanna sem voru þarna samankomnir.