Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði Sundlaug Snæfellsbæjar veglega gjöf á dögunum.
Sigfrid Andradóttir og Þorkell Cýrusson heimsóttu Lionsklúbbinn Höfða, Hofsósi og Lionsklúbb Skagafjarðar
Starfsárið 2018–2019 hjá Lionsklúbbi Hveragerðis hófst að venju fjórða mánudag í september og voru þá teknir formlega inn fjórir af þeim sjö sem gengu í klúbbinn á síðasta starfsári.
Vel var tekið á móti lionsmönnum þegar þeir afhentu börnum í Leikskólanum Garðaseli pakkann frá Menntamálastofnun. Börnin sungu fyrir lionsmenn sem fengu fræðslu um kjörorð og hugmyndafræðina á bak við starfið. Á myndinni eru frá vinstri: Gestur Sveinbjörnsson. Benjamín Jósefsson og Ólafur Grétar Ólafsson
Svæðisstjóri á svæði 4 í 109A hefur starfsárið af fullum krafti.
Þessa dagana eru í gangi ungmennabúið Lions. Ungmennin sem heimsækja Ísland að þessu sinni koma fá; Þýskalandi, Sviss, Belgíu, Austurríki, Ítalíu, Ungverjalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð. Þau komu til landsins 5.júlí og hófu dvölina í heimagistingu. Þann 12.júli var haldið í Borgarnes þar sem þau voru í búðum til 19.júli en þá fóru þau í Mosfellsbæ og eru þar seinni búðavikuna.
Hafa þau fengið að upplifa margt á meðan að á dvölinni hefur staðið og eru þau alsæl og þakklát fyrir allt sem gert er með þeim og fyrir þau.
Ungmennin halda heim 26.júli(fyrir utan einn sem fer heim 25.júlí).