Norðurlandabúarnir vorum í fyrsta sæti, unnum skrúðgöngukeppnina.
Til hamingju Guðrún Björt. Til hamingju Lionsfélagar á Íslandi.
Á alþjóðaþingum er alltaf haldin samkoma fulltrá frá Norðurlöndunum.
Góðir félagar, nú er landslið okkar Lionsfélaga á leið til Fukuoka í Japan.
Lionsklúbbarnir á Selfossi gáfu Grensásdeild jafnvægismælitæki
Nýr fjölnota bíll sem er sérútbúinn til flutninga fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum.
Fjölumdæmis- og umdæmisþing lionsumdæmis 109.
Lionsmenn á Akranesi færðu lyflækningadeild HVE, Akranesi gjafir, en þeir hafa um árabil staðið vörð um velferð og viðgang stofnunarinnar og hafa með frumkvæði sínu styrkt fjölmarga þjónustuþætti og tryggt að besti búnaður sem völ er á er til staðar.
Svæðishátíð Lionsmanna á svæði 4 fór fram á Hótel Örk 9. apríl síðastliðinn og tókst afar vel. Lionsklúbbar á svæði 4 eru orðnir 10 talsins; Lkl. Hveragerðis, Lkl. Þorlákshafnar, Lkl. Selfoss, Lkl.
Emblur, Lkl. Vestmannaeyja, Lkl. Geysir, Lkl. Laugardals, Lkl. Skjaldbreiður, og Lkl. Dynkur og Lkl. Eden sem er nýjustu klúbbarnir.
Það var Rögnvaldur Pálmason Svæðisstjóri sem stóð fyrir hátíðinni.
Fulltrúar klúbbanna kynntu störf sinna klúbba og sumir fóru með gamanmál. Heiðursgestur fundarins og aðalræðumaður kvöldsins var Halldór Einarsson (Henson) og Jón Pálmason Umdæmisstjóri heiðraði hátíðna með nærveru sinni. Emblukórinn kom fram og söng tvö lög. Þá var matast saman. Að lokum tók hljómsveitin Halógen við og lék fyrir dansi fram á nótt.